Stjóri West Ham í sóttkví

David Moyes á hliðarlínunni gegn West Ham.
David Moyes á hliðarlínunni gegn West Ham. AFP

Skoski knattspyrnustjórinn David Moyes er kominn í sóttkví þrátt fyrir að finna ekki fyrir einkennum kórónuveirunnar.

Ástæðan er sú að Moyes átti í beinum samskiptum við Mikel Arteta, stjóra Arsenal, sem fékk veiruna í vikunni. Arsenal og West Ham mættust í ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum. 

Leikmenn West Ham voru settir í sóttkví í gær af sömu ástæðu. Allur leikmannahópur Arsenal er í sóttkví eftir smit Arteta, sem segist sjálfur vera á batavegi. 

Í gær var ensku úrvalsdeildinni frestað til að minnsta kosti 4. apríl vegna veirunnar og þá var einnig efstu deild kvenna og neðri deildum karla frestað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert