Pressan fljót að ráðast á Mourinho

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

Joe Cole segir forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham hafa tekið rétta ákvörðun er þeir ráku Mauricio Pochettino og réðu José Mourinho í hans stað. 

Cole spilaði undir stjórn Mourinhos hjá Chelsea og er hann sannfærður um að gamli stjórinn sinn geti komið Tottenham í fremstu röð. „José kom inn í erfiða stöðu og enska pressan er fljót að ráðast á hann. Það er ótrúlegt miðað við hversu sigursæll hann er,“ sagði Cole við Sky Sports.

„Liðið spilaði ekki vel undir Pochettino og það þurfti nýtt blóð inn. Ef Mourinho fær peninga til að kaupa og réttu mennirnir yfirgefa félagið getur hann verið maður til að koma liðinu í fremstu röð,“ sagði Cole.

mbl.is