Chelsea vill miðjumann West Ham

Decal Rice er eftirsóttur.
Decal Rice er eftirsóttur. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur áhuga á Declan Rice, miðjumanni West Ham. Hefur félagið mikinn áhuga á að fá varnarsinnaðan miðjumann til félagsins og er Rice efstur á lista. 

Rice er 21 árs og mikill vinur Mason Mount, leikmanns Chelsea. Þurfti Mount á dögunum að biðjast afsökunar á að spila fótbolta með Mount, þegar hann átti að vera í sóttkví. 

Chelsea þarf væntanlega að greiða háa upphæð fyrir Rice, sem er orðinn enskur landsliðsmaður og með fjögur ár eftir af samningi sínum við félagið. 

Það er óvíst hvenær félagsskiptaglugginn verður opnaður á Englandi vegna kórónuveirunnar, en hann átti upprunalega að opna 18. júní.

mbl.is