Þessum skíthælum að kenna ef við vinnum ekki

Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. AFP

Hollenski knattspyrnumaðurinn Robin van Persie rifjar upp sögu af Sir Alex Ferguson í hollenska miðlinum SoFoot í dag. Var van Persie leikmaður Ferguson hjá Manchester United á sínum tíma. Ferguson var mikill skapmaður og lét stjörnur United óspart heyra það þegar tilefni var til. 

Eftir tap gegn Manchester City í apríl 2013 fóru tveir leikmenn United út á lífið. Ferguson var allt annað en sáttur við leikmennina, sem van Persie nefndi ekki á nafn. 

„Strákar. Ef við vinnum ekki deildina er það þessum skíthælum að kenna, er það sem hann sagði. Hann slátraði þeim fyrir framan alla. Hann var með myndir af þeim koma seint heim til að sýna hversu heimskir þeir væru,“ sagði van Persie. 

„Hann hætti ekki þar. Hann sagði að hann myndi taka leikmenn úr liðinu ef þeir færu út á lífið áður en við tryggðum okkur titilinn. Hann hótaði að selja þá sem óhlýðnuðust. Hann var vægðarlaus,“ bætti Hollendingurinn við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert