Lést af völdum kórónuveirunnar

Móðir Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, lést af völdum kórónuveirunnar …
Móðir Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, lést af völdum kórónuveirunnar í dag. AFP

Dolors Sala, móðir knattspyrnuþjálfarans Peps Guardiola, lést af völdum kórónuveirunnar í dag en þetta kemur fram á heimasíðu Manchester City. Sala var 82 ára gömul þegar hún lést í Manresa í Barcelona á Spáni.

„Það er með sorg í hjarta sem Manchester City-fjölskyldan tilkynnir hér með að Dolors Sala, móðir Peps Guardiola, hafi látist af völdum kórónuveirunnar í Manresa í Barcelona á Spáni,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Manchester City.

„Allir sem tengjast félaginu á einhvern hátt vilja koma á framfæri samúðarkveðjum til Peps, fjölskyldu hans og vina á þessum mjög svo erfiðu og krefjandi tímum,“ segir ennfremur í tilkynningu frá Englandsmeisturunum.

mbl.is