Coutinho gæti orðið liðsfélagi Gylfa

Philippe Coutinho gæti orðið liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar.
Philippe Coutinho gæti orðið liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Philippe Coutinho mun að öllum líkindum yfirgefa spænska knattspyrnufélagið Barcelona í sumar.

Coutinho er sem stendur að láni hjá Bayern München, en þýska félagið hefur ekki áhuga á að kaupa leikmanninn eftir leiktíðina. 

Spænska dagblaðið Sport greinir frá því að Everton sé eitt þeirra félaga sem koma til greina sem næsti áfangastaður Brasilíumannsins. Yrði líklegast um lánssamning að ræða en Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, er aðdáandi miðjumannsins. 

Coutinho sló í gegn hjá Liverpool á sínum tíma og skoraði 41 mark í 152 leikjum með liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Gæti hann því snúið aftur til Liverpool en nú í bláu treyjuna og verið liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar. 

mbl.is