„Tímabilinu verður aflýst á Englandi“

Mo Salah og Liverpool eru með 25 stiga forskot á …
Mo Salah og Liverpool eru með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. AFP

Enska úrvalsdeildin mun aflýsa yfirstandandi tímabili ef marka má Pierpaolo Marino, yfirmann íþróttamála hjá Udinese á Ítalíu. Enska deildin tilkynnti í síðustu viku að öllum leikjum væri frestað ótímabundið. 

Giampaolo Pozzo er eigandi Udinese og sonur hans, Gino, er eigandi Watford og hefur Marino því óbein tengsl við enska fótboltann. 

„Belgíska deildin ætlar að aflýsa sínu tímabili og tímabilinu verður aflýst á Englandi líka. Enska úrvalsdeildin mun gera það sama. Staðan þar er orðin mjög alvarleg,“ sagði Pozzo við Sportitalia. 

„Ég hef ekki áhyggjur af þessu tímabili heldur því næsta. Það gæti liðið langur tími þangað til við horfum á fótbolta aftur,“ bætti Pozzo við. 

mbl.is