Meistararnir aðvara þann hæfileikaríkasta

Phil Foden
Phil Foden AFP

Englandsmeistarar Manchester City hafa aðvarað leikmann sinn Phil Foden eftir að hann sást spila fótbolta á ströndinni með vinum sínum í borginni. Samkvæmt tilmælum yfirvalda þar í landi ber fólki áfram að halda tveggja metra fjarlægð sín á milli.

Götublaðið The Sun birti myndir af Foden með félögum sínum á ströndinni og í tilkynningu frá City segir að félagið hafi áminnt leikmanninn unga og minnt hann á skyldur sínar. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri liðsins, hefur sagt Foden vera hæfileikaríkasta fótboltamann sem hann hefur þjálfað.

mbl.is