Enska úrvalsdeildin snýr aftur (myndskeið)

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu snýr aftur 17. júní þegar Aston Villa tekur á móti Sheffield United og Manchester City og Arsenal eigast við í Manchester. Ekkert hefur verið leikið í deildinni síðan 9. mars síðastliðinn en alls eru níu umferðir eftir af tímabilinu eða 92 leikir. Enska úrvalsdeildin er sýnd á Síminn Sport og verða allir leikir deildarinnar í beinni útsendingu það sem eftir lifir tímabils.

Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi deildarinnar og þarf tvo sigra úr síðustu sjö leikjum sínum til þess að tryggja sér meistaratitilinn. Þá er hart barist á botni deildarinnar þar sem Norwich, Aston Villa og Bournemouth eru öll í fallsætum en Watford, West Ham og Brighton eru ekki langt undan.

„Það hafa allir beðið spenntir eftir því að enska úrvalsdeildin snúi aftur,“ sagði Michael Owen, fyrrverandi framherji Liverpoool, Manchester United og Newcastle. „Þetta hafa verið erfiðir undanfarnir mánuðir fyrir alla í heiminum vegna veirunnar. Vissulega gera stuðningsmennirnir leikinn að því sem hann er en leikmenn sætta sig við ástandið eins og það er.

Við lifum á fordæmalausum tímum og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við munum sjá frábæra leiki þegar deildin snýr aftur. Það er mögnuð upplifun að lyfta bikarnum með liðsfélögum sínum og stuðningsmönnunum og því miður fyrir Liverpool verður það ekki þannig í þetta skiptið en þeir munu engu að síður verða hæstánægðir með titilinn,“ bætti Owen við.

Sadio Mané og liðsfélagar hans í Liverpool eru með 25 …
Sadio Mané og liðsfélagar hans í Liverpool eru með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert