Fagnað eftir 30 ára bið

Liverpool hefur verið óstöðvandi á leiktíðinni til þessa.
Liverpool hefur verið óstöðvandi á leiktíðinni til þessa. AFP

Liverpool er enskur meistari í fótbolta árið 2020. Er titillinn sá fyrsti hjá liðinu síðan 1990 og því þrjátíu ára bið dyggra stuðningsmanna félagsins loks á enda.

Leikmenn liðsins fögnuðu heima í stofu, þar sem titillinn var tryggður eftir 2:1-sigur Chelsea á Manchester City í gærkvöld. Er Liverpool með 23 stiga forskot á toppnum þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni. Yfirburðir Liverpool eru fáheyrðir, en liðið hefur unnið 28 af 31 leik til þessa með markatölunni 70:21.

Er um nýtt met að ræða en ekkert lið hefur orðið Englandsmeistari þegar jafnmargar umferðir eru eftir. Er titillinn sá nítjándi í röðinni. Manchester United er það félag sem oftast hefur orðið meistari eða tuttugu sinnum.

Það er ljóst að Liverpool ætlar sér að jafna erkifjendurna á næstu leiktíð og að ævintýrið undir stjórn Jürgen Klopp er rétt að byrja.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »