Miðjumaður Arsenal fer fram á sölu

Matteo Guendouzi (t.v)
Matteo Guendouzi (t.v) AFP

Matteo Gu­endouzi, miðjumaður enska knatt­spyrnuliðsins Arsenal, hefur farið fram á sölu frá félaginu sökum þess að hann er óánægður hjá Lundúnaliðinu og með stjórann, Mikel Arteta.

Það er franski miðillinn L'Equipe sem segir frá þessu en Arteta virtist gefa það í skyn á blaðamannafundi sínum í gær að Frakkinn ætti ekki framtíð hjá Arsenal. Gu­endouzi var ekki í leikmannahóp liðsins sem vann Southampton 2:0 í úrvalsdeildinni í gær en Arteta vildi ekki staðfesta að leikmaðurinn yrði áfram í herbúðum liðsins á næstu leiktíð.

Miðjumaðurinn er aðeins 21 árs en hann á  82 leiki að baki fyrir Arsenal frá því að hann kom frá Lorient í heimalandinu fyrir tveimur árum. Samkvæmt frétt L'Equipe hefur Frakkinn verið settur á sölulistann hjá félaginu.

mbl.is