Þurfti að skilja samherjana að í hálfleik

Hugo Lloris og Son Heung-Min koma til síðari hálfleiks og …
Hugo Lloris og Son Heung-Min koma til síðari hálfleiks og virðast orðnir sáttir. AFP

Leikmenn Tottenham Hotspur þurftu að ganga á milli tveggja leikmanna liðsins þegar flautað var til hálfleiks í viðureigninni gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni sem nú stendur yfir í London.

Markvörðurinn Hugo Lloris reyndi að ná til sóknarmannsins Sons Heung-Mins þegar liðin gengu af velli í átt til búningsklefa og virtist mjög reiður. Félagar þeirra gengu á milli og svo hurfu allir inn í búningsklefa.

Tottenham er yfir, 1:0, en síðari hálfleikur er nýbyrjaður.

mbl.is