Þér er slátrað í úrvalsdeild (myndskeið)

„Ég held að getumunurinn á topp sex og sex neðstu liðunum sé gríðarlegur,“ sagði Freyr Alexandersson í samtali við Tómas Þór Þórðarson í Vellinum á Síminn Sport en þeir voru að ræða þá tölfræði að stærri liðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu virðast einoka boltann í leikjum sínum.

„Það er ekkert óeðlilegt að minna liðið sé með leikskipulag sem gengur út á að gera sem fæst mistök. Ég veit að tískan í þjálfaraheiminum er akkúrat öfug, þú átt spila þig út úr öllu og leysa hlutina en í úrvalsdeildinni verður þér bara slátrað,“ bætti Freyr við en samtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikmenn Manchester United fagna einu af fimm mörkum sínum gegn …
Leikmenn Manchester United fagna einu af fimm mörkum sínum gegn Bournemouth um helgina. AFP
mbl.is