Brighton ekki enn öruggt (myndskeið)

Sout­hampt­on og Bright­on jöfn, 1:1, á St. Mary's leik­vang­in­um í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Mörkin og tilþrifin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Neal Maupay kom gest­un­um yfir snemma leiks en Danny Ings kreisti fram jafn­tefli fyr­ir heima­menn í síðari hálfleik. Sout­hampt­on er í 12. sæti með 46 stig og Bright­on í 15. sæti með 37 stig, sex stig­um fyr­ir ofan fallsæti þegar tvær um­ferðir eru eft­ir. Liðið er því enn ekki öruggt um sæti sitt í deildinni.

mbl.is