Fyrirliðinn óviss með framtíðina

Troy Deeney svekktur í gær.
Troy Deeney svekktur í gær. AFP

Knattspyrnumaðurinn Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist óviss um framtíð sína eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni eftir lokaumferðina í gær.

Watford tapaði 3:2-gegn Arsenal í lokaleiknum og varð því að sætta sig við fall niður í B-deildina en Deeney segist ekki vita hvort hann hafi spilað síðasta leik sinn fyrir félagið. „Ég veit í hreinskilni sagt ekki hvort þetta var síðasti leikur minn, eða í úrvalsdeildinni,“ sagði Deeney eftir leik við BBC, en framherjinn er orðinn 32 ára.

„Ef ég hætti að spila fyrir Watford núna hefur þetta engu að síður verið frábær tími. Ég hef verið hérna í tíu ár en ef minn tími er kominn, þá er hann kominn,“ bætti hann við, en framherjinn skoraði 123 mörk í 367 leikjum fyrir Watford.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert