Mark úr hjólhestaspyrnu er Watford féll (myndskeið)

Watford féll úr ensku úrvalsdeildinni eftir 2:3-tap fyrir Arsenal á útivelli í dag. Hefði Watford með sigri farið upp fyrir Aston Villa og bjargað sér. 

Arsenal komst í 3:0 í fyrri hálfleik en Watford neitaði að gefast upp og minnkaði muninn. Allt kom fyrir ekki og Watford endar í næstneðsta sæti með 34 stig. Arsenal endaði í áttunda sæti með 56 stig. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is