Efnilegur leikmaður framlengir við United

Brandon Williams átti góða fyrstu leiktíð með Manchester United.
Brandon Williams átti góða fyrstu leiktíð með Manchester United. AFP

Hinn 19 ára gamli Brandon Williams hefur framlengt samning sinn við enska knattspyrnufélagið Manchester United til ársins 2024. 

Var Williams samningsbundinn til ársins 2023 og framlengir því samninginn um eitt ár og hækkar duglega í launum. 

Williams kom inn í aðallið Manchester United fyrir þetta tímabil og hann hefur leikið 33 leiki í öllum keppnum, skorað í þeim eitt mark og heillað með góðri frammistöðu. 

„Brandon átti stórkostlegt fyrsta tímabil og við erum ánægðir með að hann hafi skrifað undir nýjan samning,“ var haft eftir Ole Gunnari Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, á heimasíðu félagsins. 

mbl.is