Ósáttir við Liverpool

Jamal Lewis gæti farið til Liverpool.
Jamal Lewis gæti farið til Liverpool. AFP

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Norwich City eru ekki sáttur með tilboð Liverpool í vinstri bakvörðinn Jamal Lewis. Lagði Liverpool fram tilboð upp á 10 milljónir punda í leikmanninn sem Norwich hafnaði. 

Talið er að Norwich vilju fá í kringum 20 milljónir punda fyrir Englendinginn sem á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. 

Forráðamenn Norwich eru ekki sáttir með aðferðir Liverpool við að lokka leikmanninn yfir á Anfield, en Englandsmeistararnir hafa ekki mikið fé til að kaupa leikmenn vegna áhrifa kórónuveirunnar. 

mbl.is