Fyrrverandi leikmaður Vals tekinn við ensku liði

Dean Holden er orðinn stjóri Bristol City.
Dean Holden er orðinn stjóri Bristol City. Ljósmynd/Bristol City

Enska B-deildarfélagið Bristol City hefur staðfest Dean Holden sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. Holden var áður aðstoðarmaður Lee Johnson sem var rekinn eftir fjögurra og hálfs árs veru hjá Bristol-félaginu. 

Holden stýrði Bristol City í fimm síðustu leikjunum á síðustu leiktíð og náði í átta stig sem varð til þess að liðið endaði í tólfta sæti deildarinnar. 

Hinn fertugi Holden lék sjö deildarleiki með Val sumarið 2001, þá á lánssamningi frá Bolton. Hann lék lengst með Oldham eða frá 2002 til 2005. Hann stýrði Oldham í stuttan tíma árið 2015 og hefur verið á mála hjá Bristol City síðan. 

mbl.is