Grikkinn orðinn leikmaður Liverpool

Kostas Tsimikas er orðinn leikmaður Liverpool.
Kostas Tsimikas er orðinn leikmaður Liverpool. Ljósmynd/Liverpool

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur gengið frá kaupum á gríska leikmanninum Kostas Tsimikas frá Olympiacos á langtímasamningi. Tsimikas er 24 ára og hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Grikkland. 

Hefur hann verið mik­il­væg­ur hlekkur hjá Olymp­iacos sem varð grísk­ur meist­ari á síðustu leiktíð og féll úr keppni í vik­unni gegn Wol­ves í Evr­ópu­deild­inni. Kaupverðið er um 12 milljónir punda en Liverpool bauð í Tsmikas eftir að tilboði félagsins í Jamal Lewis hjá Norwich var hafnað. 

Tsmikas er ætlað að berjast við Andy Robert­son um stöðu vinstri bakv­arðar hjá liðinu.

mbl.is