Næsti landsliðsþjálfari Englands fundinn

Sarina Wiegman stýrði Hollandi til sigurs á EM 2017.
Sarina Wiegman stýrði Hollandi til sigurs á EM 2017. Ljósmynd/FIFA

Sarina Wiegman verður næsti landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta og tekur hún við af Phil Neville. Wiegman er fimmtug og stýrði hún Hollandi til sigurs á EM 2017 og komst í úrslit á HM 2019. 

Neville er samningsbundinn til 2021, en EM hefur verið frestað til 2022 og hefur Neville gefið það út að hann framlengi ekki samning sinn við enska knattspyrnusambandið. 

Wiegman lék á sínum tíma 104 leiki með hollenska landsliðinu og stýrði hún Ter Leede og ADO Den Haag í heimalandinu áður en hún varð aðstoðarþjálfari landsliðsins árið 2014. Hún fékk svo stöðuhækkun í janúar 2017 og gerðist landsliðsþjálfari Hollands. 

Samningur Wiegman við hollenska sambandið rennur út á næsta ári en Sky greinir frá því að hún gæti verið kynnt til leiks hjá enska sambandinu strax á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert