Klopp: Erum ekki í eigu þjóða eða olíufursta

Jürgen Klopp hefur haft hægt um sig á leikmannamarkaðnum í …
Jürgen Klopp hefur haft hægt um sig á leikmannamarkaðnum í sumar. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur látið lítið fyrir sér fara á leikmannamarkaðnum í sumar en Liverpool fékk Grikkjann Kostas Tsimikas til félagsins frá Olympiacos fyrir tæplega 12 milljónir punda í byrjun sumars.

Á meðan hafa lið á borð við Manchester City og Chelsea styrkt sig en Chelsea hefur eytt yfir 200 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar.

Liverpool er ríkjandi Englandsmeistari eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina með 18 stiga mun á síðustu leiktíð en stuðningsmenn Liverpool telja að liðið verði að styrkja sig til þess að eiga von um að verja Englandsmeistaratitilinn á komandi keppnistímabili sem hefst um helgina.

„Félög haga sér á mismunandi hátt á félagaskiptamarkaðnum og þannig er það bara,“ sagði Klopp í samtali við BBC.

„Það er ákveðin óvissa í heiminum í dag vegna kórónuveirufaraldursins og það hefur áhrif á okkur. Það virðist ekki hafa jafn mikil áhrif á önnur félög enda eru þau í eigu heillar þjóðar eða olíufursta.“ 

Við komumst í úrslit Meistaradeildarinnar 2018, unnum keppnian 2019 og svo ensku úrvalsdeildina 2020. Við fórum okkar leið að því að vinna þessa titla og við munum ekki breyta út af vananum þótt önnur lið séu að versla villt og galið,“ bætti þýski stjórinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert