Virkilega spenntir fyrir Arsenal (myndskeið)

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst á morgun með leik Fulham og Arsenal klukkan 11:30 en leikurinn verður sýndur á Síminn Sport. Þeir Tómas Þór Þórðarson og Bjarni Þór Viðarson eru að hita upp fyrir leiki helgarinnar og ræddu aðeins um Lundúnaslaginn í þættinum Völlurinn en þeir eru spenntir fyrir Arsenal liðinu í vetur. Klippuna má sjá í spilaranum hér að ofan.

„Arsenal hefur gert spennandi hluti á markaðinum, þeir verða þéttari til baka og það er það sem þeir þurfti,“ sagði Bjarni en knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur keypt tvo varnarmenn, Spánverjann Pablo Marí og Brasilíumanninn Gabriel fyrir samtals um 30 milljónir punda.

Þá kom sóknarmaðurinn Willian einnig til félagsins frá Chelsea og forráðamenn félagsins eru vongóðir um að fyrirliðinn Pierre-Emerick Aubameyang skrifi undir nýjan samning. „Hann er orðinn þeirra mikilvægasti leikmaður,“ bætti Bjarni við áður en þeir Tómas ræddu um líklegt byrjunarlið Arsenal í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert