Laglegt sigurmark Zaha

Wilfried Zaha sést hér til hægri skömmu eftir að hafa …
Wilfried Zaha sést hér til hægri skömmu eftir að hafa sent knöttinn í netið. AFP

Wilfried Zaha skoraði sigurmark Crystal Palace sem vann 1:0-sigur á Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Heimamenn tóku forystuna á 13. mínútu.

Markið kom gegn gangi leiksins en gestirnir byrjuðu af krafti. Það voru hins vegar heimamenn sem brutu ísinn, Zaha stýrði boltanum laglega í markið úr viðstöðulausu skoti eftir góða fyrirgjöf frá Andros Townsend.

Snemma í síðari hálfleik gaf dómari leiksins Southampton-manninum Kyle Walker-Peters beint rautt spjald en tók það svo til baka eftir að hafa notfært sér myndbandsdómgæslukerfið. Gestunum tókst þó ekki að jafna metin og urðu lokatölur 1:0.

mbl.is