Markakóngurinn byrjaði á tvennu (myndskeið)

Markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á síðustu leiktíð byrjaði nýja tímabilið á tveimur mörkum er Leicester vann West Brom 3:0 á Hawthorns-vellinum í fyrstu umferðinni í dag. Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

Eft­ir marka­laus­an fyrri hálfleik skoraði belg­íski bakvörður­inn Timot­hy Castagne fyr­ir Leicester, í sín­um fyrsta leik í deild­inni en fé­lagið keypti hann frá Atal­anta á Ítal­íu í byrj­un þessa mánaðar fyr­ir 21,5 millj­ón punda. Hann var ónotaður varamaður hjá belg­íska landsliðinu sem vann það ís­lenska 5:1 í Brus­sel síðasta þriðju­dag.

Jamie Var­dy bætti við marki fyr­ir Leicester úr víta­spyrnu á 74. mín­útu og hann hef­ur þar með skorað í fimm heim­sókn­um liðsins í röð á The Hawt­horns. Var­dy varð markakóng­ur deild­ar­inn­ar á síðasta tíma­bili með 23 mörk fyr­ir Leicester.

Var­dy var aft­ur á  ferðinni tíu mín­út­um síðar, fór þá aft­ur á víta­punkt­inn og skoraði  sitt annað mark og loka­töl­ur 3:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert