Tvö úrvalsdeildarlið féllu úr leik

Leikmenn Fulham fagna sigurmarki Aleksandar Mitrovic í kvöld.
Leikmenn Fulham fagna sigurmarki Aleksandar Mitrovic í kvöld. AFP

Leeds United og Southampton eru úr leik í enska deildabikarnum í knattspyrnu eftir töp í annarri umferð keppninnar í kvöld.

Leeds féll úr leik eftir tap gegn Hull í vítakeppni á heimavelli en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1:1. Mallik Wilks kom Hull yfir á 5. mínútu en Ezgjan Alioski jafnaði metin fyrir Leeds í uppbótartíma. Hull vann hins vegar 9:8-sigur í vítakeppninni.

Southampton tapaði 2:0 á heimavelli fyrir Brentford en það voru þeir Christian Nörgaard og Joshua Dasilva sem skoruðu mörk Brentford í leiknum.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði annað mark Everton í 3:0-sigri liðsins gegn Salford City í Liverpool og þá vann Fulham 1:0-sigur gegn Ipswich á útivelli þar sem Aleksandar Mitrovic skoraði sigurmark leiksins.

Rekeem Harper, Hal Robson-Kanu og Callu, Robinson skoruðu svo mörk WBA sem vann 3:0-heimasigur gegn Harrogate.

Úrslit kvöldins:

West Bromwich Albion 3:Harrogate
Ipswich Town 0:Fulham
Bristol City 4:Northampton Town
Leeds United 1:Hull City*
Southampton 0:Brentford
Everton 3:Salford City
*Áfram eftir vítakeppni.
mbl.is