Úlfarnir kaupa táning af Liverpool

Ki-Jana Hoever er orðinn leikmaður Wolves.
Ki-Jana Hoever er orðinn leikmaður Wolves. Ljósmynd/Wolves

Enska knattspyrnufélagið Wolves hefur gengið frá kaupum á Ki-Jana Hoever frá Liverpool. Gerir Hollendingurinn fimm ára samning við Wolves. 

Hefur Hoever alls leikið fjóra leiki með Liverpool í bikarkeppnum en enn ekki fengið að spreyta sig í ensku úrvalsdeildinni. Er hann fjórði leikmaðurinn sem Wolves kaupir í glugganum en áður höfðu Fabio Silva, Fernando Marcal og Vitor Ferreira gengið inn um dyrnar hjá Wolves.

Hoever, sem er unglingalandsliðsmaður Hollands, getur spilað sem miðvörður og hægri bakvörður. Er kaupverðið um tíu milljónir punda.  

Portúgalski sóknarmaðurinn Diogo Jota mun fara í hina áttina, en Liverpool hefur samþykkt að greiða 45 milljónir punda fyrir leikmanninn, en hann hefur ekki enn verið tilkynntur hjá Englandsmeisturunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert