Brighton fór illa með Newcastle

Brighton fór illa með Newcastle í dag.
Brighton fór illa með Newcastle í dag. AFP

Brighton vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í heimsókn sinni til Newcastle í dag. Urðu lokatölur 3:0 og var sigurinn afar sannfærandi. 

Frakkinn Neal Maupay mætti klár í leikinn því hann skoraði fyrsta markið strax á 4. mínútu eftir afar klaufalega tæklingu Allans Saint-Maximins innan teigs. Skaut Maupay beint á markið úr vítaspyrnunni sem fylgdi og kom Brighton yfir. 

Maupay var ekki hættur því hann bætti við öðru marki sínu á sjöundu mínútu þegar hann kláraði af öryggi framhjá Karl Darlow í marki Newcastle af stuttu færi.

Aaron Connolly gulltryggði svo 3:0-sigur með marki á 83. mínútu og kom rautt spjald Yves Bissouma á 89. mínútu ekki að sök hjá Brighton. 

Eru bæði lið með þrjú stig eftir tvo leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert