Stjórinn og tveir leikmenn West Ham með veiruna

David Moyes er með kórónuveiruna.
David Moyes er með kórónuveiruna. AFP

David Moyes knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham og Issa Diop og Josh Cullen leikmenn liðsins greindust allir með kórónuveiruna í dag. Áttu Diop og Cullen að vera í byrjunarliði West Ham gegn Hull í deildabikarnum í kvöld, en niðurstöðurnar komu stuttu fyrir leik. 

„West Ham getur staðfest að David Moyes, Issa Diop og Josh Cullen hafi allir greinst með Covid-19. Læknateymi félagsins lét leikmenn og þjálfara vita og þeir smituðu yfirgáfu svæðið um leið og fóru heim. 

Eru þeir allir einkennalausir en munu fylgja öllum reglum og vera í einangrun næstu daga. Mun aðstoðarþjálfarinn Alan Irvine stýra liðinu í leiknum í kvöld,“ segir í yfirlýsingu sem West Ham sendi frá sér í kvöld. 

mbl.is