Eiður: Solskjær lærði á hárblásarann hjá Ferguson

Brighton fær Manchester United í heimsókn í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbotla klukkan 11:30 í dag. Er Brighton með þrjú stig eftir tvo leiki en Manchester United án stiga eftir skelfilega fammistöðu gegn Crystal Palace í fyrsta og eina leiknum sínum til þessa. 

Eiður Smári Guðjohnsen og Tómas Þór Þórðarson á Símanum sport ræddu um leikinn í dag og það sem fór úrskeiðis hjá Manchester United í leiknum gegn Crystal Palace. 

Ræða þeir m.a. um Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United. Eiður segir Solskjær ljúfan, en reiknar á sama tíma með því að Norðmaðurinn hafi látið Victor Lindelöf heyra það eftir slakan leik gegn Palace. 

Innslag Eiðs og Tómasar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is