Mourinho hundelti leikmann inn í klefa

Eric Dier lætur Mason Mount finna fyrir því í kvöld.
Eric Dier lætur Mason Mount finna fyrir því í kvöld. AFP

Tottenham tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í fótbolta með sigri á Chelsea í vítakeppni. Urðu lokatölur í venjulegum leiktíma 1:1 og hafði Tottenham betur í vítakeppni, 5:4. 

Enski landsliðsmaðurinn Eric Dier virðist hafa fengið í magann í seinni hálfleik því hann yfirgaf völlinn og brunaði inn í klefa til að komast á salernið.

José Mourinho knattspyrnustjóri Diers hjá Tottenham fannst leikmaðurinn taka sér of langan tíma og elti hann inn í klefann. 

Skömmu síðar var Dier mættur aftur á völlinn, væntanlega léttari á sér. Dier skoraði úr fyrstu vítaspyrnu Tottenham í vítakeppninni og fagnaði vel í leikslok.

mbl.is