Sá dýrasti staðfestur hjá City

Rúben Dias er orðinn leikmaður Manchester City.
Rúben Dias er orðinn leikmaður Manchester City. Ljósmynd/Manchester City

Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Manchester City gekk í kvöld frá kaup­un­um á Rú­ben Dias, varn­ar­manni Ben­fica. Enska félagið greiðir 65 millj­ón­ir punda fyrir Dias sem verður fyrir vikið dýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester-félagsins. 

Nicolás Ota­mendi mun ganga til liðs við Ben­fica á móti en Ben­fica þarf að borga 14 millj­ón­ir punda fyr­ir arg­entínska miðvörðinn.

Dias er 23 ára gam­all portú­galsk­ur miðvörður en hann er upp­al­inn hjá Ben­fica og á að baki 90 leiki fyr­ir fé­lagið í öll­um keppn­um. Þá á hann að baki 19 lands­leiki fyr­ir Portúgal en hann lék sinn fyrsta lands­leik árið 2018.

mbl.is