Bale gæti verið með gegn West Ham

Gareth Bale fylgist með leik Tottenham Hotspur og Newcastle United.
Gareth Bale fylgist með leik Tottenham Hotspur og Newcastle United. AFP

Gareth Bale er orðinn leikfær og gæti leikið með Tottenham þegar liðið mætir West Ham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. 

Bale æfði með Tottenham í dag en hann glímdi við hnémeiðsli og lék af þeim sökum ekki með Wales í landsleikjafríinu.

Fyrir vikið vikið hefur Bale fengið svigrúm til að jafna sig og Sky Sports telur vera líkur á því að hann muni koma við sögu á sunnudaginn. 

Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho vildi ekki gefa neitt upp í viðtali við Sky Sports í dag en sagði að heilsa Bale væri mikilvæg fyrir hann sjálfan og til þess að hann geti hjálpað liðinu. Mestu máli skipti að Bale muni eiga gott keppnistímabil með Tottenham en ekki hvort hann nái leiknum á sunnudag. 

mbl.is