Missir af stórleiknum gegn Arsenal

Kevin De Bruyne er að glíma við meiðsli.
Kevin De Bruyne er að glíma við meiðsli. AFP

Kevin De Bruyne, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, verður ekki með liðinu á morgun þegar City tekur á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

De Bruyne er að glíma við meiðsli og var til að mynda ekki með belgíska landsliðinu á moðvikudaginn síðasta þegar liðið mætti því íslenska í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að meiðsli De Bruyne væru ekki alvarleg en óvíst væri hversu lengi hann yrði frá.

City er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 4 stig eftir þrjá leiki á meðan Arsenal er í fjórða sætinu með 9 stig eftir fjóra leiki.

mbl.is