Gylfi og Eiður hrósa leikmanni United í hástert (myndskeið)

Manchester United vann 4:1-sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Átti Bruno Fernandes afar góðan leik fyrir United og var Portúgalinn umræðuefni í Vellinum á Símanum sport. 

Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar að þessu sinni og þeir eru afar hrifnir af Fernandes sem skoraði eitt mark, lagði upp annað og var mjög áberandi. Þá hrósuðu þeir sömuleiðis Juan Mata sem átti góðan leik. 

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is