Tottenham missti niður þriggja marka forskot

Manuel Lanzini fagnar jöfnunarmarkinu.
Manuel Lanzini fagnar jöfnunarmarkinu. AFP

Dramatíkin var lygileg er Tottenham og West Ham áttust við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Tottenham-vellinum í dag. Eftir ótrúlegan leik urðu lokatölur 3:3. 

Tottenham byrjaði með miklum látum því Heung-Min Son skoraði eftir aðeins 45 sekúndur eftir stoðsendingu frá Harry Kane. Þeir félagar voru aftur á ferðinni á 8. mínútu þegar Son lagði upp mark á Kane og Kane bætti við þriðja marki Tottenham á 16. mínútu og var staðan í hálfleik 3:0. 

Þannig var hún allt fram að 82. mínútu þegar Fabián Balbuena minnkaði muninn í 3:1 og þremur mínútum síðar skoraði Davinson Sánchez sjálfsmark og staðan allt í einu orðin 3:2.

West Ham hélt áfram að sækja og Manuel Lanzini jafnaði með stórkostlegu marki á fjórðu mínútu uppbótartímans er hann negldi í slá og inn af 25 metra færi og ótrúleg endurkoma West Ham varð að veruleika. 

Tottenham er í sjötta sæti deildarinnar með átta stig og West Ham í áttunda sæti með sjö stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert