Kristinn um nágrannaslaginn: Sitt sýnist hverjum

Kristinn Jakobsson var gestur í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun í dag.
Kristinn Jakobsson var gestur í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það var nóg af vafaatriðum í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fór á Goodison Park í Liverpool á laugardaginn síðasta.

Kristinn Jakobsson, fyrrverandi knattspyrnudómari, var gestur Valtýs Björns Valtýssonar í útvarpsþættinum Mín skoðun á Sport FM í dag og fór yfir leikinn.

„Það er búið að breyta fótboltanum töluvert, frá því að ég var að dæma, með Varsjánni,“ sagði Kristinn Jakobsson í samtali við Mína skoðun.

„Það er verið að klippa alveg svakalega litla millímetra með tækninni en fótboltinn í heild sinni, þar sem Varsjáin er notuð, sá fótbolti er allt öðruvísi en sá sem við gömlu fíklarnir viljum sjá.

Í stóra dæminu þá vilja menn fá réttar niðurstöður og ákvarðanir og með því að nota VAR eins og það er notað eru meiri líkur á að þeir fái þessar réttu niðurstöður.

Það er hins vegar með þetta eins og allt annað; sitt sýnist hverjum,“ sagði Kristinn meðal annars.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert