Klopp með föst skot á goðsögn Liverpool

Jürgen Klopp var ekki sáttur við Jamie Carragher.
Jürgen Klopp var ekki sáttur við Jamie Carragher. AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool er allt annað en sáttur við ummæli Jamie Carragher, en Carragher, sem á sínum tíma lék yfir 700 leiki með Liverpool, gagnrýndi Klopp í vikunni. 

Sagði Carragher að Klopp hafi gert mistök með að kaupa ekki miðvörð í félagaskiptaglugganum en eftir meiðsli Virgil van Dijk eru fáir miðverðir til taks hjá liðinu. Klopp var allt annað en sáttur þegar hann var spurður út í ummælin. 

„Það er erfitt að vera með fjóra heimsklassa miðverði, fyrir það fyrsta væri það mjög dýrt og í öðru lagi myndi í það minnsta einn þeirra ekki spila mikið og þá koma upp vandamál. Það er ástæða fyrir því Carragher og þeir eru í sinni vinnu, en ekki í minni vinnu,“ sagði Klopp pirraður. 

mbl.is