Mourinho gerði grín að eigin leikmönnum

José Mourinho á hliðarlínunni í gærkvöldi.
José Mourinho á hliðarlínunni í gærkvöldi. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, var sáttur eftir 1:0-sigur sinna manna gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni á Turf Moor í Burnley í gær.

Það var Son Heung-Min sem skoraði sigurmark leiksins í síðari hálfleik en Tottenham fór með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar í 11 stig.

Mourinho birti mjög skemmtilega mynd á samfélagsmiðlinum Instagram eftir leik en myndin er tekin inni í búningsklefa Tottenham.

„Stemningin eftir frábæran sigur í mjög erfiðum leik... Tíðarandinn í dag,“ bætti Portúgalinn við í færslu sinni á Instagram.

View this post on Instagram

After a great victory in a really hard match... Sign of the times 📱📱 Well done boys #COYS

A post shared by Jose Mourinho (@josemourinho) on Oct 26, 2020 at 3:53pm PDT

mbl.is