Meistararnir mörðu sigur á West Ham

Diogo Jota fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Diogo Jota fagnar sigurmarki sínu í kvöld. AFP

Englandsmeistarar Liverpool þurftu að hafa fyrir 2:1-sigrinum gegn West Ham á Anfield í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en varamaðurinn Diogo Jota reyndist hetja heimamanna. Liverpool jafnaði félagsmet í kvöld en liðið hefur ekki tapað í 63 leikjum á heimavelli í röð.

Pablo Fornals kom gestunum yfir á 10. mínútu með föstu skoti í nærhornið eftir að Joe Gomez hafði mistekist að hreinsa boltann frá eigin vítateig, skallaði hann beint fyrir fætur Fornals. Staðan var þó jöfn í hálfleik en Mohamed Salah skoraði úr vítaspyrnu eftir að Arthur Masuaka braut á honum inn í teig.

Það varð svo dramatík rúmum tíu mínútum fyrir leikslok þegar varamaðurinn Jota hélt að hann væri að koma Liverpool í forystu en eftir athugun myndbandsdómara kom í ljós að Sadio Mané braut af sér í aðdraganda marksins.

Portúgalinn lét það þó ekki hafa áhrif á sig og skoraði sigurmark leiksins stuttu síðar, þrumaði knettinum í nærhornið eftir frábæra stungusendingu frá öðrum varamanni, Xherdan Shaqiri. Jota er nú búinn að skora í þremur leikjum í röð fyrir Liverpool, gegn Sheffield United um síðustu helgi, gegn Midtjylland í Meistaradeildinni í vikunni og nú í kvöld.

Liverpool er þar með komið á toppinn, með 16 stig eftir sjö leiki, en Everton er þremur stigum fyrir aftan og á leik til góða. West Ham er í 13. sætinu með átta stig.

Roberto Firmino eltir Angelo Ogbonna á Anfield í dag.
Roberto Firmino eltir Angelo Ogbonna á Anfield í dag. AFP
Liverpool 2:1 West Ham opna loka
90. mín. Mo Salah (Liverpool) fer af velli
mbl.is