Yfirgaf Arsenal til að vinna með Manchester United

Manchester United tekur á móti Arsenal á Old Trafford á morgun í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðin tvö voru lengi helstu keppinautarnir um enska meistaratitilinn og var vináttan ekki mikil milli félaganna.

Það dró því heldur betur til tíðinda árið 2013 þegar Robin van Persie, fyrirliði og stjörnuframherji Arsenal, skipti yfir til Manchester. Hollendingurinn skoraði 26 deildarmörk á sínu fyrsta tímabili hjá United og hjálpaði félaginu að verða Englandsmeistari.

„Ég hlusta alltaf á litla strákinn innra með mér og á hvað hann vill. Hann var að öskra á Manchester United,“ sagði Van Persie á sínum fyrsta blaðamannafundi sem leikmaður United en myndskeið og þessi ótrúlegu félagaskipti má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert