Rashford stofnar bókaklúbb

Marcus Rashford.
Marcus Rashford. AFP

Mannvinurinn og knattspyrnustjarnan Marcus Rashford, leikmaður Manchester United á Englandi, vinnur nú enn eitt góðverkið en hann hefur stofnað bókaklúbb til að hvetja ung börn til að lesa meira.

Rashford fékk í vetur MBE-orðu breska rík­is­ins frá Elísa­betu Bret­lands­drottn­ingu eftir að hafa hvatt yfirvöld þar í landi til að hjálpa fátækum börnum og tryggja þeim máltíð á skólatíma á meðan kórónuveirufaraldurinn herjar á heimsbyggðina.

Nú hefur hann í samstarfi við bókaverslunarkeðjuna Macmillan stofnað bókaklúbb í þeim tilgangi að hvetja ung börn til að læra að lesa.

mbl.is