Tveir magnaðir leikir City og Tottenham (myndskeið)

Tottenham og Manchester City eigast við á heimavelli fyrrnefnda liðsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun klukkan 17:30.

Leikir liðanna á síðustu leiktíð voru magnaðir en sá fyrri í Manchester endaði með 2:2-jafntefli. Komst City tvisvar yfir í leiknum og skoraði mark í uppbótartíma sem var dæmt af og vantaði því ekki dramatíkina.

Ekki var hún síðri í seinni leiknum í London þar sem City klikkaði á vítaspyrnu og Oleksandr Zinchenko fékk rautt spjald áður en Tottenham skoraði tvö mörk og vann 2:0-sigur.

Upprifjun á leikjunum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is