Nær Mourinho að stöðva Guardiola? (myndskeið)

Tottenham og Manchester City eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 17:30 í dag. José Mourinho knattspyrnustjóri Tottenham og kollegi hans Pep Guardiola hjá City eru langt frá því að vera bestu vinir. 

Þá hafa Tottenham og City boðið upp á marga magnaða leiki síðustu ár og Tottenham oft reynst Manchester-liðinu erfitt. 

Innslag um viðureignina má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is