Leikmaður United í einangrun

Jesse Lingard hefur ekki spilað mikið fyrir United undanfarna mánuði.
Jesse Lingard hefur ekki spilað mikið fyrir United undanfarna mánuði. AFP

Jesse Lingard knattspyrnumaður hjá Manchester United er komin í einangrun eftir að hafa hitt einstakling sem var smitaður af kórónuveirunni. Ole Gunnar Soskjær knattspyrnustjóri Manchester United staðfesti tíðindin á blaðamannafundi í dag.

Hinn 27 ára gamli Lingard hefur aðeins leikið tvo leiki á leiktíðinni, báða í deildabikarnum. Hefur Lingard átt erfitt uppdráttar að undanförnu en hann var í byrjunarliði enska landsliðsins sem mætti Króatíu í undanúrslitum HM í Rússlandi sumarið 2018.

Ræddi hann við nokkur félög í sumar um möguleg félagsskipti en tókst ekki að finna nýtt félag. Lingard á eitt ár eftir af samningi sínum við United. Skoraði hann fjögur mörk í 40 leikjum á síðustu leiktíð.

mbl.is