Enginn grét þegar við spiluðum fjóra leiki á viku

José Mourinho á hliðarlínunni.
José Mourinho á hliðarlínunni. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur sagt stjórum sem kvarta yfir þéttri leikjadagskrá að hætta því. Hans lið hafi haft það miklu erfiðara í upphafi tímabils.

Jürgen Klopp, Pep Guardiola og Ole Gunnar Solskjær eru meðal þeirra sem hafa kvartað undan leikjadagskránni og sagt hana koma niður á leikmönnum, sem séu útsettari fyrir meiðslum.

En Mourinho gefur lítið fyrir þessa gagnrýni, sem bólaði lítið á í upphafi tímabilsins þegar Tottenham spilaði átta leiki á aðeins 18 dögum.

„Við spiluðum fjóra leiki á einni viku og enginn grét eða studdi okkur vegna þess. Þessir kollegar mínir, hvenær spila þeir svo marga leiki?“ sagði hann á blaðamannafundi í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert