Eftirsóttur af stærstu liðum Englands

Declan Rice er eftirsóttur á Englandi.
Declan Rice er eftirsóttur á Englandi. AFP

Declan Rice, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins West Ham, er eftirsóttur af bæði Chelsea og Manchester United.

Mirror greinir frá þessu en Rice þekkir vel til hjá Chelsea eftir að hafa alist upp hjá félaginu. Hann yfirgaf hins vegar akademíu félagsins fimmtán ára gamall og samdi við West Ham þar sem hann hefur blómstrað.

Rice er einungis 21 árs gamall en hann er af mörgum talinn einn efnilegasti miðjumaður Bretlandseyja. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir England á síðasta ári gegn Tékklandi á Wembley í undankeppni EM.

Rice á að baki 127 leiki fyrir West Ham þar sem hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp önnur fimm en hann er verðmetinn á 50 milljónir punda.

Þá á hann að baki þrettán landsleiki fyrir Englandi en hann hefur verið reglulega orðaður við brottför frá West Ham, undanfarin tvö tímabil.

mbl.is