Óvissa með þrjá hjá United

Paul Pogba hefur látið að sér kveða með Manchester United …
Paul Pogba hefur látið að sér kveða með Manchester United síðustu vikur en tvísýnt er með stöðuna á honum núna. AFP

Óvíst er hvort Paul Pogba, Luke Shaw og Victor Lindelöf verða klárir í slaginn með Manchester United þegar liðið sækir Burnley heim í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Þremenningarnir voru ekki með í naumum bikarsigri á Watford, 1:0, á laugardagskvöldið. Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri hefur upplýst að það hafi verið vegna meiðsla og þremenningarnir séu allir tæpir fyrir leikinn gegn Burnley.

Manchester United fær tækifæri til að ná forystunni í deildinni úr höndum Liverpool með jafntefli eða sigri annað kvöld en toppliðin mætast síðan á Anfield á sunnudaginn kemur.

mbl.is