Liverpool rekur knattspyrnustýruna

Vicky Jepson hefur stýrt kvennaliði Liverpool frá árinu 2018.
Vicky Jepson hefur stýrt kvennaliði Liverpool frá árinu 2018. Ljósmynd/@LiverpoolFCW

Vicky Jepson hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustýru kvennaliðs Liverpool.

Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en kvennaliðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og leikur í ensku B-deildinni í dag.

Liverpool var spáð öruggum sigri í B-deildinni á tímabilinu en liðið er í þriðja sæti deildarinnar með 21 stig eftir ellefu leiki.

Leicester er í efsta sætinu með 29 stig og Durham kemur þar á eftir með 26 stig. Bæði lið hafa leikið tólf leiki.

Amber Whiteley mun stýra liðinu tímabundið á meðan Liverpool leitar að nýjum stjóra en hún var aðstoðarkona Jepson. 

mbl.is