Fleiri úr United en Liverpool (myndskeið)

Bjarni Þór Viðarsson á Símanum sport valdi sameiginlegt byrjunarlið Manchester United og Liverpool en liðin mætast á Anfield í ensku úrvalsdeildinni  í fótbolta á morgun klukkan 16:30.

United er í toppsætinu með þriggja stiga forskot á Liverpool og valdi Bjarni sex leikmenn United gegn fimm frá Liverpool. Bjarni er hrifnari af varnarleik United en Liverpool en Liverpool á tvo af þremur sóknarmönnum í liðinu.

Liðið má sjá í heild sinni í meðfylgjandi myndskeiði en leikurinn verður í beinni útsendingu á Símanum sport og í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is